25.8.2007 | 17:04
Nokkrir til að hafa við diskinn.
Enginn verður óbarinn boxari
Sjaldan fellur róninn langt frá flöskunni
Oft eru bílstjórar útkeyrðir
Betra er að hlaupa í spik en kekki
Betra er að drepa tímann en sjálfan sig
Betra er að ná áfanga en að ná fanga
Betra er að vera eltur en úreltur
Oft kemst magur maður í feitt
Oft eru lík fremur líkleg
Betra er að sofa hjá en sitja hjá
Oft verða slökkviliðsmenn logandi hræddir
Oft eru dáin hjón lík
Betra er að fara á kostum en taugum
Greidd skuld, glatað fé
Margur bílstjórinn ofkeyrir sig
Oft hrekkur bruggarinn í kút
Margur fær sig fullsaddan af hungri
Oft fara bændur út um þúfur
Víða er þvottur brotinn
Margur bóndinn dregur dilk á eftir sér
Oft eru læknar með lífið í lúkunum
Oft veldur lítill stóll þungum rassi
Oft er bankalán ólán í láni
Betra er að vera á milli svefns og vöku en stafs og hurðar
Svona skapaði Guð Adam og Evu
Dag einn í aldingarðinum Eden heyrðist Eva kalla til Guðs;
Drottinn minn, það er smá vandamál!
"Hvað er að Eva mín?"
"Drottinn minn, ég veit að þú skapaðir mig og hefur útvegað mér þennan fallega garð og öll þessi yndislegu dýr og þennan frábæra fyndna snák en ég er bara ekki hamingjusöm".
"Af hverju ertu ekki hamingjusöm Eva mín?"
"Drottinn minn, ég er einmana. Og ég er orðin hundleið á eplum"
"Jæja Eva mín,fyrst svo er þá er ég með lausn á málinu. Ég skal búa til mann handa þér"
"Hvað er "mann" Drottinn minn?"
"Það er "maður" Eva mín. Hann verður gölluð lífvera, með marga slæma eiginleika. Hann mun ljúga, svindla, hann verður hégómlegur og mun á allan hátt verða þér til vandræða.
En.... hann verður stærri, fljótari og sterkari en þú og honum mun þyka gaman að veiða og drepa fyrir þig. Hann mun líta mjög kjánalega út þegar hann er æstur.tja....já...þínum líkalegu þörfum. Hann verður húmorslaus og mun elska að taka þátt í baranlegum hlutum eins og að slást og sparka bolta til og frá. Hann verður ekki mjög greindur svo hannmun þurfa leiðsögn þína til að hugsa skýrt."
"Hljómar vel" sagði Eva og lyfti annarri augabrúninni háðslega.
"Hverju þarf ég svo að fórna?"
"Tja, já, jæja þú getur fengið hann með einu skilyrði"
"Og hvaða skilyrði er það Drottinn?"
"Eins og ég sagði, hann verður stoltur, hrokafullur og sjálfsánægður.......
Svo þú verður að leyfa honum að halda að ég hafi skapað hann fyrst.........."
"Þetta verður leyndarmálið okkar......bara tveggja kvenna á milli!!!"
Þýðingar á erlendum ástarsögum eru stundum skondnar
Þegar þau höfðu fylgt Tom og Honoríu til dyra tók Max handleggina af öxlum Celine og nuddaði hnakkann.
Langir fótleggirnir voru huldir flottum reiðstígvélum til hálfs en að ofan var hann í fallegri ullarpeysu.
Hún þandi út augun af undrun
Hún hafði alltaf gengið með það í bakhöfðinu að Tom væri kannski bara að hitta hana til að geðjast föður sínum
Hún flatti lófann á brjóstkassa hans
Hún var ávallt með brosið á reiðum höndum
Hann hélt augnaráði hennar föstu og renndi vörum yfir mjaðmir hennar og brjóst
Nokkur gullkorn
Hamingjan er ferðalag, ekki áfangastaður
Sinntu starfi þínu eins og þú þarfnist ekki peninganna
Elskaðu eins og þú hafir aldrei verið særð
Dansaðu eins og engin sjái til þín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.