Gegnum lífið hef ég lært

  Gegnum lífið hef ég lært  
  • Að við getum ekki látið neinn elska okkur.  Það eina sem við getum gert er að vera tilbúin að taka við ást.  Afgangurinn er í guðs höndum.

 

  • Að sama hve mikið við látum okkur annt um suma, þá láta þeir sig það engu varða

 

  • Að það getur tekið mörg ár að byggja upp traust, en ekki nema nokkrar sekúndur að bregðast því.

 

  • Að það sem skiptir máli er ekki hvað við eigum, heldur hverja við eigum að.

 

  • Að það er aðeins hægt að komast takmarkað áfram á útlitinu einu saman, því þegar öllu er á botninn hvolft  er það það sem er innra með okkur sem skiptir máli.

 

  • Að við eigum aldrei að bera okkar eigin getu sama við það besta sem aðrir geta.

 

  • Að það tekur ekki nema örskamma stund að gera hluti sem við getum átt eftir að sjá eftir það sem eftir er ævinnar.

 

  • Að það mun taka okkur langan tíma að verða að þeim manneskjum sem við þráum að verða.

 

  • Að við ættum alltaf, alltaf að skilja sátt við okkar nánustu, því hver veit nema þetta sé í síðasta sinn sem við hittum þá.

 

  • Að við getum haldið áfram að reyna löngu eftir að okkur finnst við vera búin að gefast upp.

 

  • Að við berum ábyrgð á gerðum okkar, sama hvernig líðan okkar er í það og það skiptið.

 

  • Að annað hvort stjórnum við viðhorfum okkar eða við látum þau stjórna okkur.

 

  • Að það hve mikla peninga við höfum er ekki ávísum á lífshamingju.

 

  • Að sannir vinir eru þeir sem við getum gert allt eða ekkert með en samt notið þess að vera með þeim.

 

  • Að Stundum er það einmitt sá/sú sem við bjuggumst við að myndi sparka í okkur liggjandi, sá/sú sem reisir okkur upp.

 

  • Að þegar við erum illa fyrir kölluð þá erum við illa fyrir kölluð.  En það gefur okkur samt ekki rétt á að vera ósanngjörn við aðra.

 

  • Að þótt einhver elski okkur ekki eins og við viljum, þýðir það ekki endilega að viðkomandi elski okkur ekki af öllu hjarta.

 

  • Að þroski og fjöldi afmælisdaga fara ekki endilega saman, heldur fer þroskinn eftir því sem við höfum upplifað og gengið í gegnum.

 

  • Að við ættum aldrei að segja börnum okkar að draumar þeirra og vonir séu óraunhæfir.  Ímyndið ykkur hve sorglegt það yrði ef þau færu að trúa því.

 

  • Að sama hve góða vini við eigum, þá geta þeir líka sært okkur og þess vegna verðum við að vera tilbúin að fyrirgefa.

 

  • Að lífið heldur áfram þó okkur finnist heimur okkar vera að hrynja og hjörtu okkar að bresta.

 

  • Að fortíð okkar og aðstæður geta haft mikið að segja um hvaða mannsekjur við höfum að geyma i dag, en það erum samt við og aðeins við sem erum ábyrg fyrir gerðum okkar.

 

  • Að þegar okkur finnst við ekki geta meira, þá eigum við inni kraft sem kemur fram þegar við þörfnumst hann mest.

Megi lífið færa ykkur gelði og hamingju í hjarta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Björk

Falleg, gild og góð orð og alltaf við hæfi, dásamlegar dæmisögurnar líka.
Kveðja frá Spáni.

Elín Björk, 6.11.2006 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband