7.11.2006 | 20:33
samlíf Hjóna
Oft hef ég setið við litla, rennandi lænu. Það er alltaf eins, sama hljóðláta lag, sama grænkan á botni, sem svignar undir værum gárum sömu smádýrin sem hrærast þarna niðri, lítill fiskur sem skýst í skjól við blómin, hann þenur uggann sinn á móti straumnum, hann felur sig undir steini. Hve fábreytilegt . Og samt: Hversu ríkt að fjölbreytni. Þannig er samlíf hjóna, stillt, látlaust, lágvært, hefur ekki marga nýlundu, og þó er það rennandi eins og vatnið, samt á það lag eins og vatnið, ljúft þeim manni, sem þekkir það, einmitt af því hann þekkir það. Það er án skrauts og þó breiðist yfir það ljómi, sem rífur ekki venjulegan gang þess, eins og þegar geislar mánans falla á vatnið og sýna hljóðfærið sem það leikur lag sitt á. Þannig er samlíf hjóna.
Sören Kierkegaard.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.